Svartir bananar, sykurlaus kaka

Ég er frekar nýtin kona og er meinilla við að henda mat. Í vinnunni fáum við ávaxtasendingu í hverri viku og þegar ljóst er að vikuskammturinn ætlar ekki að klárast, eða sumt af ávöxtunum er farið að láta á sjá, tek ég það stundum og bý til eitthvað úr því. Gjarna einhvers konar lummur (nota…

Bringa og ber

Nóg að gera … vinna og undirbúningur flutninga og matargrúsk og forsetakosningar og allt mögulegt og ég steingleymi blogginu. Eða öllu heldur, ég man aldrei eftir því nema akkúrat þegar ég hef engan tíma til að skrifa neitt. En um þessa helgi var ekkert planað nema þetta var auðvitað kosningahelgi. Og jú, svo voru einhverjir…

Soðinn rjómi og hindber

Jújú, það er sumar. Og gæti meira að segja orðið eitthvert framhald á því næstu dagana. Þess vegna er hér sumarlegur eftirréttur – eitthvað til að gera um helgina kannski. Ef maður hefur fjárfest í bakka af íslenskum hindberjum – ja, eða jarðarberjum eða einhverjum öðrum berjum. Ég gerði þessa uppskrift ásamt fleirum fyrir Sölufélag…

Sumarsalat fyrir önnum kafnar konur (og karla)

Ég er búin að vera á kafi í allt öðrum hlutum en blogghugleiðingum að undanförnu, hef ekki einu sinni mátt vera að því að elda – eða jú, en ég hef ekkert verið að skrásetja það neitt að ráði. Og það hefur ýmislegt verið að trufla. Nýja bókin mín, Eitthvað ofan á brauð, kom út…

Þú ert minn súkkulaðiís …

Ég er svo góð við fjölskylduna mína. Stundum. Þau eru mismunandi matvönd – bæði mismunandi mikið og á mismunandi fæðutegundir – og það kemur alveg fyrir að ég eltist svolítið við sérviskurnar þeirra þótt ég ætti náttúrlega ekkert að vera að því. Ég er svo góð mamma/amma. Sjálf er ég nokkurnveginn laus við alla matvendni…

Franskar og tómatsósa – örlítið hollara kannski …

    „Franskar“ þurfa ekki að vera kartöflur, það er hægt að nota margt annað rótargrænmeti, til dæmis gulrófur, gulrætur, nípur, sætar kartöflur, seljurót og hnúðkál. Sumt er hægt að djúpsteikja en oft er þægilegra að ofnbaka grænmetið og það er líka hollara. Hér notaði ég gulrófur. Sósan sem ég hafði með minnir á tómatsósu úr flösku…

Vorlegt og vænt

Ég áttaði mig allt í einu á því að það er víst að koma hvítasunna. Og þá er nú alveg ástæða til að hafa eitthvað aðeins sparilegra í matinn. Eitthvað litríkt og vorlegt af því að  … já, af þvi að það er vor. Veðurspáin fyrir helgina reyndar ekkert sérstök, held ég, en samt ……

Ekki-Evróvisjónpartímatur

Ég er aldrei vel viðræðuhæf um þetta leyti árs af því að ég horfi ekki á Eurovision og hef örugglega ekki gert í svona fimmtán ár. Og var nú áhugalítil áður. Og ég horfi reyndar heldur aldrei á fótbolta eða handbolta eða eitthvað slíkt svo að ég kem gjarna af fjöllum þegar fólk er að…

Rófugóðgæti

Ég er orðin svolítið leið á forsetakosningasirkusinum í bili allavega. Svo að ég ákvað að snúa mér bara að uppskriftum í staðinn. Reyndar er ég að ganga frá uppskriftum fyrir júníblað MAN en þær koma nú allavega ekki hér á næstunni; hins vegar er hér uppskrift sem var í marsblaðinu. Og best að ég flýti…

Vefjur í veisluna

Það var barasta vor í gær. Held ég, ég var heima að ljúka verkefni og fór ekki mikið út. En dóttursonurinn var allavega mjög léttklæddur þegar hann kom í mat með fjölskyldunni, í bol og stuttbuxum, og tilkynnti að hann ætlaði í út í fótbolta með vinum sínum á eftir. Mamma hans sagði honum að…

Hafragrautur í sparibúningi

  Það er nú ekkert mjög mikið vor enn sem komið er, varla hér fyrir sunnan og ég tala nú ekki um fyrir norðan og víða annars staðar úti á landi. En þegar maður tuðar sem mest yfir tíðarfarinu (sem er reyndar ekkert svo slæmt, maí er nú bara rétt að byrja) getur verið ágætt…

Sætkartöflukaka

Er ekki bara kominn tími á köku? Þessi er ekki sykurlaus svo að ég smakkaði hana ekki sjálf en smakkararnir mínir segja mér að hún sé bara býsna góð og ég trúi þeim. Kakan sjálf er reyndar ekki sérlega sæt en karamellukremið er það … Gulrætur eru hreint ekki eina grænmetið sem hentar í bakstur….