Nýting og nýbreytni

Ég er sveitastelpa, eða var það einu sinni að minnsta kosti. Ég ætla nú ekki kannski beint að segja að sláturtíðin á haustin hafi verið einn skemmtilegasti tími ársins – og þó; það var allavega heilmikil tilbreyting. Þótt flestöll lömbin færu í sláturhúsið á Króknum var slátrað heima því sem ætlað var til heimanota og það…

Baka bökuð

Það getur verið gott að eiga pakka af smjördeigi í frystinum og geta gripið til hans þegar á þarf að halda. Til dæmis þegar maður ætlar að búa til böku en nennir ekki að búa til bökudeig og það fæst heldur ekki tilbúið í búðinni. Það er nefnilega oft hægt að notast við smjördeig þótt uppskriftin…

Bakaðir grænir tómatar

Venjulegir tómatar eru góðir á tveimur stigum þroskaferils síns: Þegar þeir eru knallrauðir og algjörlega fullþroskaðir og rétt aðeins farnir að mýkjast – og svo þegar þeir eru alveg grænir og óþroskaðir, harðir og stinnir og óþroskaðir. Allt þar á milli vil ég ekki sjá. Ég kaupi að vísu tómata sem ekki eru orðnir nógu…

Ávextir á haustjafndægrum

Það var einhver á undan mér í röðinni í búðinni sem var að kaupa snakk og kex og gos og sykraða jógúrt eða skyr eða eitthvað. Ég er svosem ekkert vön að vera með nefið ofan í innkaupakörfum hjá öðrum en sá þetta útundan mér og tók kannski meira eftir því af því að þetta…

Heilsubiti

Ég fór í heilmikla heilsurannsókn í gær – ekki vegna þess að eitthvað væri að mér eða ég væri smeyk um það, heldur var ég bara í úrtaki í rannsókn á vegum Íslenskrar erfðagreininar. Var mæld og vigtuð og mynduð og skönnuð á alla kanta og hjartalínurituð og heyrnarmæld og ég veit ekki hvað og…

Haustið gengur í garð …

Til er fólk sem finnst haustið komið strax eftir verslunarmannahelgina og margir eru farnir að tala um haust seinnipartinn í ágúst. Fyrir mér er þá enn sumar og núna í ár var að minsta kosti enginn vafi á að svo væri; eiginlega er sumrinu bara  að ljúka núna. Eða ætlar einhver að halda því fram…

Ólympíufiskur

Ég er ekki sérstaklega mikil áhugamanneskja um íþróttir eins og áður hefur komið fram, örugglega oftsinnis, og alveg einkum og sér í lagi ekki um boltaíþróttir. Aftur á móti kemur fyrir að ég horfi á frjálsíþróttir, svona með öðru auganu, og ég er ekki frá því að áhuginn á þeim hafi ögn aukist eftir að…

Boltabollur

Ég er frekar óþjóðleg manneskja í þeim skilningi að ég fylgist afar sjaldan með einhverju sem mér skilst að öll þjóðin horfi á eða sé á kafi í. Ég horfi til dæmis aldrei á Eurovision, ég fylgist ekki með Útsvari (en annars eru nú líklega flestir hætti því), veit ekkert um Ísland got talent eða The…

Búin að flytja … loksins

Sumarið fór mestallt í flutninga hjá mér og ég ákvað að láta bloggið alveg eiga sig á meðan. Nú er ég þó loksins alveg búin að tæma Grettisgötuna og hreiðra þokkalega vel um mig hér í Fossvoginum (nema hvað eldhúsið er reyndar í skralli því ég þarf að gera dálitlar breytingar á því og vantar iðnaðarmenn og svona,…

Svartir bananar, sykurlaus kaka

Ég er frekar nýtin kona og er meinilla við að henda mat. Í vinnunni fáum við ávaxtasendingu í hverri viku og þegar ljóst er að vikuskammturinn ætlar ekki að klárast, eða sumt af ávöxtunum er farið að láta á sjá, tek ég það stundum og bý til eitthvað úr því. Gjarna einhvers konar lummur (nota…

Bringa og ber

Nóg að gera … vinna og undirbúningur flutninga og matargrúsk og forsetakosningar og allt mögulegt og ég steingleymi blogginu. Eða öllu heldur, ég man aldrei eftir því nema akkúrat þegar ég hef engan tíma til að skrifa neitt. En um þessa helgi var ekkert planað nema þetta var auðvitað kosningahelgi. Og jú, svo voru einhverjir…

Soðinn rjómi og hindber

Jújú, það er sumar. Og gæti meira að segja orðið eitthvert framhald á því næstu dagana. Þess vegna er hér sumarlegur eftirréttur – eitthvað til að gera um helgina kannski. Ef maður hefur fjárfest í bakka af íslenskum hindberjum – ja, eða jarðarberjum eða einhverjum öðrum berjum. Ég gerði þessa uppskrift ásamt fleirum fyrir Sölufélag…