Desertpítsa

Tölvan mín hrundi í vor og ég þurfti að fá mér nýja. Ég hélt að það hefði tekist að bjarga öllum gögnunum af henni – það voru reyndar aðallega myndir og allt of mikið af þeim – auk þess sem ég átti nú afrit af meirihlutanum á Dropbox. Og sennilega eru nú myndirnar allar þarna…

Sítrónur ofan á brauð (eða kex)

Ég sendi í vor frá mér litla bók sem þið kannist kannski við og heitir Eitthvað ofan á brauð. Þetta er ekki smurbrauðsbók eins og mætti kannski halda, heldur einfaldlega bók með uppskriftum og hugmyndum að ýmiss konar góðgæti sem er hægt að setja á brauð eða í samlokur, nota sem ídýfu, smyrja á kex…

Fundið í skápunum

Í hádeginu í gær hafði ég ekki farið í búð í nokkra daga vegna lasleika, veðrið var ömurlegt og birgðastaðan í ísskápnum var eitthvað farin að versna; þegar ég opnaði hann var þar fátt að sjá af ferskmeti nema poka af spínati sem farið var að slappast, ríflega  hálfa ösku af sveppum sem sama mátti segja…

Kryddað og sætt í slagviðri

  Ég er heima, hóstandi og hnerrandi – er semsagt óttalegur bjálfi (í norðlenskri merkingu) þessa dagana, og hef ekkert betra að gera en að lesa mataruppskriftir og hugsa um mat – það geri ég reyndar mikið hvort eð er. Og ef ég væri hressari og með betri matarlyst væri ég sennilega í eldhúsinu að…

Brasilískt kjúklingasalat

Ég er í töluverðu grænmetis/grænkerastuði þessa dagana, hef verið að elda mikið af grænmetisréttum og líka að útbúa mikið af alls konar orkubitum og próteinstykkjum sem vill svo til að eru vegan. Og svo hef ég verið mynda þetta eins og ég geri nú gjarna og svo hef ég sett dálítið af myndunum á twitter…

Rækjur í roki

Haustrigningar og rok, það er svosem ekkert nýtt en kannski verð ég aðeins meira vör við það en áður. Öll þau ár sem ég bjó í miðbænum átti ég heima í íbúðum í húsalengjum, frekar há hús í kring, þröngbyggt og kannski ívið meira skjól; hér er allt opnara, meira útsýni og kannski finnur maður…

Brasilískar ostabollur

Sko, ég er í glútenvinafélaginu eins og oft hefur komið fram. Það er að segja í þeirri merkingu að ég lít hvorki á glúten sem eitur né óhollustu eða móður allra meina eða eitthvað slíkt; ég veit að til er fólk sem þolir alls ekki glúten og aðrir sem melta það illa en sjálf er…

Nýting og nýbreytni

Ég er sveitastelpa, eða var það einu sinni að minnsta kosti. Ég ætla nú ekki kannski beint að segja að sláturtíðin á haustin hafi verið einn skemmtilegasti tími ársins – og þó; það var allavega heilmikil tilbreyting. Þótt flestöll lömbin færu í sláturhúsið á Króknum var slátrað heima því sem ætlað var til heimanota og það…

Baka bökuð

Það getur verið gott að eiga pakka af smjördeigi í frystinum og geta gripið til hans þegar á þarf að halda. Til dæmis þegar maður ætlar að búa til böku en nennir ekki að búa til bökudeig og það fæst heldur ekki tilbúið í búðinni. Það er nefnilega oft hægt að notast við smjördeig þótt uppskriftin…

Bakaðir grænir tómatar

Venjulegir tómatar eru góðir á tveimur stigum þroskaferils síns: Þegar þeir eru knallrauðir og algjörlega fullþroskaðir og rétt aðeins farnir að mýkjast – og svo þegar þeir eru alveg grænir og óþroskaðir, harðir og stinnir og óþroskaðir. Allt þar á milli vil ég ekki sjá. Ég kaupi að vísu tómata sem ekki eru orðnir nógu…

Ávextir á haustjafndægrum

Það var einhver á undan mér í röðinni í búðinni sem var að kaupa snakk og kex og gos og sykraða jógúrt eða skyr eða eitthvað. Ég er svosem ekkert vön að vera með nefið ofan í innkaupakörfum hjá öðrum en sá þetta útundan mér og tók kannski meira eftir því af því að þetta…

Heilsubiti

Ég fór í heilmikla heilsurannsókn í gær – ekki vegna þess að eitthvað væri að mér eða ég væri smeyk um það, heldur var ég bara í úrtaki í rannsókn á vegum Íslenskrar erfðagreininar. Var mæld og vigtuð og mynduð og skönnuð á alla kanta og hjartalínurituð og heyrnarmæld og ég veit ekki hvað og…